Náttúrlegt sog
Pumpan líkir eftir náttúrulegu sogi ungabarns. Þar sem barnið örvar fyrst brjóstið til að stuðla að losunarviðbragði og barnið sýgur þá hraðar og styttra í einu. Þegar losun hefst byrjar barnið að sjúga lengur og hægar. Brjóstapumpan hermir eftir þessu í tveimur fösum.
Auðveld í notkun
Einföld í notkun og auðvelt að skipta á milli fasa. Skjárinn sýnir hversu lengi þú hefur pumpað í hverjum fasa sem auðveldar þér að halda yfirlit um pumpunina.
Í fasa 1 er krafturinn frá 60 til 187mmHg og í fasa 2 er hann 60 til 265,5 mmHg
Þægindi í fyrirrúmi
Silíkon skjöldurinn er einstaklega mjúkur til að vernda geirvörtuna. Innri hringurinn er 20.4mm í þvermál og ytri hringurinn er 86mm í þvermál.
Hvernig er best að ná sem mestri mjólk?
- Nuddaðu brjóstið í 1-2 mínútur áður en þú notar pumpuna
- Gott er hita Chicco thermogel púða og láta á brjóstin áður en þú pumpar.
- Hafðu barnið nálægt þér eða eitthvað með lykt barnsins.
- Komdu þér vel fyrir og reyndu að slaka á meðan þú pumpar.
- Ef þú færð losunarviðbragð meðan þú ert ennþá í fasa 1 skiptu yfir í fasa 2.
- Notaðu þann sogkraf sem þér finnst þæginlegastur. Að pumpa á ekki að vera sársaukafult.
Þægileg í notkun
Slangan úr pumpunni er löng sem leyfir þér að koma að í þægilega stöðu meðan þú pumpar. Hægt er að setja rafhlöðu í pumpuna og þannig nota hana þráðlaust.