Meðgöngukynningar

Bumbukynningar Chicco

Hvernig fara bumbukynningar fram ?

Í hverri kynningu komast að um 12-16 manns. Það geta verið allt frá  vinkonum á mismunandi stað á meðgöngunni eða bumbuhópar . Oft eru stórir bumbuhópar að bóka nokkrar kynningar í einu. 

Hver kynning er ca 30 mínútur þar sem við förum yfir okkar helstu vörur og svörum spurningum.  Eftir kynninguna getur fólk skoðað vörurnar hjá okkur nánar og verslað en við setjum valdar vörur á afslátt. 

Allir fá svo glaðning frá Chicco fyrir barnið. 

Hvenær eru bumbukynningarnar ?

Kynningarnar fara fram seinnipartinn á þriðjudögum, miðvikudögum eða fimmtudögum. Tímasetning fer eftir hverjum hóp fyrir sig en algengur tími er á milli 16:30 – 18:30.

Hvernig bóka ég bumbukynningu ?

Með því að senda okkur skilaboð á Facebook  á Instagram eða með tölvupósti á gullskogar@gullskogar.is.  

Sú sem hjálpar okkur að skipuleggja kynningu fyrir sinn hóp fær veglegan glaðning frá Chicco.

42742077_1964199766936248_5826753560913641472_n