Frá fæðingu og upp í 125cm
Hægt er að nota Seat3fit frá fæðingu og upp í 125cm ( ca 6-7 ára). Hægt er að nota stólinn bakvísandi upp í 105cm. Hægt að nota framfvísandi frá 76cm.
Snýst í 360 gráður
Stóllinn snýst í 360 gráður sem auðveldar foreldrum að festa barnið. Einnig er hægt að snúa stólnum úr bakvísandi í framvísandi auðveldlega.
Isofix festingar og stuðningsfótur
Bílstóllinn er festur með Isofix festingum og þegar barnið er undir 105cm þarf að nota stuðningsfót með isofix festingunum. Það kemur grænt merki bæði á isofix festingarnar og stuðningsfótinn þegar hann er rétt festur.
Hægt að nota upp í 125cm
Þegar barnið hefur náð 105cm eða 18kg þá eru belti bílsins notuð til að festa barnið. Þegar stóllinn er í þessari stöðu er valkvætt notaðar eru isofix festingar.
Innlegg fyrir yngstu börnin
Sérstakt innlegg er í stólnum sem tryggir að barnið sitji rétt í stólnum. Innleggið styður við haus og bringu barnins. Það getur verið notað þangað til að barnið nær 75cm.
6 Hallastillingar
6 hallastillingar eru á stólnum. 2 hallastillingar eru þegar stóllinn er bakvísandi og 4 stillingar þegar hann er í framvísandi stöðu.
.
Handhægt að stilla höfuðpúðan.
Höfuðpúðinn færist með einu handtaki og beltinn færast með höfuðpúðanum. Er því auðvelt að tryggja að stóllinn sé alltaf í réttri hæð fyrir barnið.
Sólskyggni
Sólskyggni úr sérstöku 3d áklæði skýlir barninu fyrir sól. Hægt er að fjarlægja skyggnið á auðveldan hátt.
.
Skel og áklæði sem andar
Skelin á stólnum er með litlum götum til að tryggja að stóllinn andi sem best. Áklæðið er sérstakt öndunaráklæði sem tryggir það að barnið svitni ekki.
Áklæðið er hægt að þvo
Auðvelt er að taka áklæðið af og þvo það.
.