Chicco Saltvatns ambúlur-20stk – 2ml
1.275 kr.
Saltvatnslausnin er notuð til að hreinsa nef barnsins og losar um slím/hor í öndunarvegi. Einnig er hægt að nota lausnina til að gefa raka í nasir þegar um er að ræða þurrk eða ertingu. Ambúlurnar tryggja rétt magn í hvert skipti og með einnota ambúlum tryggjum við það að engin bakteríumyndun á sér stað í saltvatnslausninni. Ekki skal geyma opnar ambúlur.
Gott er að gefa saltvatnslausnina fyrir brjósta eða pelagjöf ef barnið er stíflað. Lausninni er sprautað upp í nef barnsins og látin virka í nokkrar sek, svo er barnið reist við og þurkað um nefið, gott er að gefa strax brjóst/pela eða sjúga út úr nefinu með nefsugu.
Hægt er að nota lausnina til þess að þrífa gröft og slím úr augum, þá er nokkrum dropum af lausninni hellt í hreina grisju/bómull og strokið yfir augun.
Hver ambúla er 2ml og koma 20 saman í pakka
Geymist við stofuhita