Nýjasti meðlimurinn í Chicco Next2me fjölskyldunni. Chicco Next2me Forever er co-sleeper sem hægt er að breyta í rúm og hentar því frá fæðingu og til 4 ára aldurs.
Samsvefn lengur en áður
Þar sem Chicco Next2me Forever er hærri og lengri en aðrar vöggur geta foreldrar sofið lengur með barnið sér við hlið. Það eru margir kostir við það sofa nálægt barninu þínu Rannsóknir sína að tengls foreldra og barns verða sterkari við samsvefni/co-sleeping. Með Chicco Next2me geta foreldrað sofið betur vitandi að barnið er nálægt en samt öruggt í sínu eigin rúmi .
Örugg opnun
Hliðin opnast einungis þegar rúmið er fast við rúm foreldrana. Þetta tryggir að hliðin sé ekki óvart skilin eftir opin þegar rúmið er ekki fast.
Rúm sem vex með barninu
Chicco Next2me Forever er hægt að nota frá fæðingu og þar til barnið er 4 ára. Auðvelt er að breyta vöggunni í gólf rúm í anda Montessori stefnunar.
Þægileg
Chicco Next2me Forever er hönnuð með þægindi barnsins í hug. Hún er breið og vel bólstruð. Got net er á öllum hliðum til að tryggja gott loftflæði og til að geta fylgst sem best með barninu. Dýnan í Next2me er hönnuð skv nýjustu stöðlum um öndun.
Passar við flest rúm
Chicco Next2me Forever hefur 11 hæðastillingar til að það passi við flestar gerðir (hjóna)rúma.
Fjögur snúningshjól
Chicco Next2me Forever er með fjögur snúningshjól. Það er því auðvelt að færa vögguna á milli herbergja.
Hægt að halla
Hægt er að hækka aðra hliðina á Next2me Forever sem er frábær lausn ef barnið er t.d með kvef, eyrnarbólgu eða er stíflað.